Karfan er tóm
Náttúrufegurð, veðurskilyrði og úrval gönguleiða gera Skaftafell að kjöráfangastað þeirra sem vilja njóta útivistar í íslenskri náttúru.
Skriðjöklar og jökullón setja sterkan svip á svæðið milli Öræfajökuls og Hoffellsfjalla.
Í Jökulsárgljúfrum eru samankomnar nokkrar af helstu perlum íslenskrar náttúru: Dettifoss, Ásbyrgi, Hljóðaklettar og Hólmatungur. Jökulsá á Fjöllum á upptök sín í Vatnajökli og tengir þessa staði líkt og perlufesti.
Askja, Herðubreiðarlindir, Kverkfjöll, Hvannalindir: Engan ætti að undra að kynngimögnuð náttúran hafi ýtt undir hugmyndir um útilegumenn í Ódáðahrauni.
Snæfell er hæsta fjall Íslands utan jökla og er fjallið sjálft og svæðið umhverfis það innan marka Vatnajökulsþjóðgarðs. Lónsöræfi voru friðlýst árið 1977 og eru nú í umsjá Vatnajökulsþjóðgarðs.
Laki, Langisjór og Eldgjá tilheyra vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Eldgjá og Langisjór eru við Fjallabaksleið nyrðri, en Laki er á Síðumannaafrétti handan Skaftár.
Vestan Vatnajökuls og austan Sprengisands eru Nýidalur, Vonarskarð og Tungnaáröræfi, einstök svæði í miðju miðhálendisins.