Beint í efni

Stjórn

Hér er að finna upplýsingar um hverjir sitja í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs, hlutverk hennar og markmið.

Um Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs er skipuð skv. 4. gr. laga nr. 60/2007 um Vatnajökulsþjóðgarð til fjögurra ára í senn. Í stjórninni sitja sjö fulltrúar: fjórir formenn svæðisráða þjóðgarðsins, einn fulltrúi tilnefndur af umhverfisverndarsamtökum og tveir fulltrúar, formaður og varaformaður, skipaðir af umhverfisráðherra án tilnefningar. Útivistarsamtök tilnefna einn fulltrúa og ferðamálasamtök einn sem eiga áheyrnaraðild á fundum stjórnarinnar. Varamenn eru skipaðir á sama hátt.

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs skal funda eftir því sem ástæða þykir til en þó eigi sjaldnar en á þriggja mánaða fresti og skulu ákvarðanir hennar samkvæmt ákvæðum laga þessara teknar á fundum hennar. Svæðisráð getur, ef það telur nauðsynlegt að leita eftir afstöðu eða ákvörðun stjórnar um tiltekið málefni, óskað eftir því að haldinn sé fundur í stjórn þjóðgarðsins. Afl atkvæða ræður úrslitum mála á fundum stjórnar. Um ákvarðanir stjórnar gilda stjórnsýslulög. Stjórn þjóðgarðsins er heimilt að ráða sér framkvæmdastjóra eða gera samning við aðra opinbera stofnun eða fyrirtæki um að annast daglegan rekstur og umsýslu stjórnar.

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs skipa:

Jón Helgi Björnsson

Formaður stjórnar

Vilhjálmur Árnason

Varamaður formanns

Anna Dóra Sæþórsdóttir

Varaformaður stjórnar

Hákon Ásgeirsson

Varamaður varaformanns

Soffía Gísladóttir

Aðalfulltrúi norðursvæðis

Árni Pétur Hilmarsson

Varafulltrúi norðursvæðis

Vilhjálmur Jónsson

Aðalfulltrúi austursvæðis

Urður Gunnarsdóttir

Varafulltrúi austursvæðis

Sigurjón Andrésson

Aðalfulltrúi suðursvæðis

Eyrún Fríða Árnadóttir

Varafulltrúi suðursvæðis

Þráinn Ingólfsson

Aðalfulltrúi vestursvæðis

Elín Heiða Valsdóttir

Varafulltrúi vestursvæðis

Sævar Þór Halldórsson

Aðalfulltrúi - tilnefndur af umhverfisverndarsamtökum

Páll Ásgeir Ásgeirsson

Varafulltrúi

Snorri Ingimarsson

Aðaláheyrnarfulltrúi - tilnefndur af Samtökum útivistarfélaga

Skúli Haukur Skúlason

Varaáheyrnarfulltrúi

Ágúst Elvarsson

Aðaláheyrnarfulltrúi - tilnefndur sameiginlega af ferðamálasamtökum á svæði Vatnajökulsþjóðgarðs

Arnheiður Jóhannsdóttir

Varaáheyrnarfulltrúi

Skipunartími fulltrúa í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs er til og með 5. mars 2024

Reglur og hlutverk

Fundaráætlun stjórnar 2024

Stjórn fundar mánaðarlega að undanskildu fundarhléi í júlí. Fjarfundir eru almennt haldnir á mánudögum kl. 13-16 en dagskrá staðarfunda er sérsniðin hverju sinni. - Á staðarfundum eru auk hefðbundinna stjórnarfunda, haldnir samráðsfundir stjórnar og viðkomandi svæðisráðs.

DagssetningFundarnr.FundarformGerð fundar
22. janúar 2024194FjarfundurStjórn
19. febrúar 2024 195FjarfundurStjórn
18. mars 2024 196FjarfundurStjórn
22. apríl 2024 197FjarfundurStjórn
27. maí 2024 198Staðarfundur - Skaftafell Stjórn og svæðisráð S
24. júní 2024 199FjarfundurStjórn
Fundarhlé
26. ágúst 2024 200Staðarfundur - Fljótsdalshérað Stjórn og svæðisráð A
23. september 2024201FjarfundurStjórn
14. október 2024 202FjarfundurStjórn
11. nóvember 2024 203FjarfundurStjórn
9. desember 2024 204FjarfundurStjórn