Beint í efni

Fræðsludagskrá

Hér má finna fræðsludagskrá Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir 2024.
Fræðslugöngur eru stuttar göngur í fylgd með landverði og eru gjaldfrjálsar. Göngurnar eru auðveldar og ættu að henta flestum.

Skaftafell

Fræðslutímabil: 15. júní - 15. ágúst

Barnastundir

Allar helgar frá 6. júlí til 5. ágúst.
Klukkan: 13:00
Lengd: 45 mínútur
Fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára. Leikir og náttúruskoðun með landverði. Hittumst hress og kát í Skaftafellsstofu!

Hörfandi jöklar

Alla daga klukkan 10:30
Lengd: 1-1½ klukkustund
Upphafsstaður: Skaftafellsstofa
Gengið er að Skaftafellsjökli og áhrif jökla á landslagið rædd og hvaða áhrif við höfum á jöklana.

Sambúð manns og náttúru

Alla daga klukkan 14:00
Lengd: 1 ½ - 2 klukkustund
Upphafsstaður: Skaftafellsstofa
Menning, saga og samspil manna og náttúrunnar endurspegluð í göngu um menningarminjar í Skaftafelli.

Viðburðir í Skaftafelli

13. maí – Alþjóðlegur dagur farfugla klukkan 13:00.
24. maí – Dagur líffræðilegs fjölbreytileika (22. maí) og Evrópski dagur þjóðgarða (24. maí ) klukkan 13:00.
16. júní - Dagur hinna villtu blóma klukkan 13:00.
12. júlí –
Skaftafell – frá heimili til heimsminja klukkan 13:00.
31. júlí - Alþjóðadagur landvarða - landvarðaleikar klukkan 13:00.


Verslunarmannahelgin:

  • 2. ágúst Hamfaraganga kl. 22.00
  • 3. ágúst ratleikur fyrir alla, stóra sem smáa
  • 4. ágúst Brenna og söngur kl. 21.00

Jökulsárlón

Fræðslutímabil: 1. maí - 30. september

Bláa gullið

Alla daga klukkan 11:00
Lengd: 45 mínútur
Upphafsstaður: Fyrir framan kaffiteríu á Jökulsárlóni
Sérstaða Jökulsárlóns rædd í göngu um bakka lónsins og rýnt í landslagið og hvernig það breytist þegar jökullinn hörfar.

Fjallað um Fjall

Alla daga frá 15. júní til 15. ágúst
Klukkan: 15:00
Lengd: 45 mínútur
Upphafsstaður: Fyrir framan kaffiteríuna á Fjallsárlóni
Gengin hringleið við Fjallsárlón og fjallað um sambúð manns og náttúru á svæðinu ásamt áhrifum vatns, jökuls og eldgosa á Breiðamerkursandi. Hvernig var eitt afskekkta svæði Íslands fyrr á öldum?

Viðburðir á Breiðamerkursandi

31. júlí - Alþjóðadagur landvarða (nánari upplýsingar koma síðar).

Jökulsárgljúfur

Fræðslutímabil: 15. júní - 15. ágúst

Ásbyrgi

Barnastundir

Alla daga klukkan: 11:00
Lengd: 45 mínútur
Upphafsstaður: Þjónustuhús á tjaldsvæði
Fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára. Leikir og náttúruskoðun með landverði. Hittumst hress og kát við þjónustuhúsið á tjaldsvæðinu!

Ásbyrgi
Kvöldrölt

Alla daga klukkan 20:00
Lengd: Um það bil 1 klukkustund
Upphafsstaður: Þjónustuhús á tjaldsvæði
Létt fræðsluganga um nánasta umhverfi Ásbyrgis þar sem fjallað er um jarðfræði, gróður og dýralíf.

Gljúfrastofa
Lykillinn að gljúfrum

Alla daga í júlí milli 13:00 til 17:00.
Landvörður tekur á móti gestum og leiðsegir um sýningu.

Vesturdalur

Rölt um Hljóðakletta

Alla daga klukkan 14:00
Lengd: 1 ½ klukkustund
Upphafsstaður: Bílastæði við Hljóðakletta
Gengið er um Hljóðakletta og rýnt í landmótunina, forvitnilegar jarðmyndanir, vafna stuðla og býkúpuveðraða kletta og hella.

Viðburðir í Jökulsárgljúfrum

18. júlí - Dagur hinna viltu blóma - Gróðurinn í Byrginu (tímasetning auglýst síðar)
Upphafsstaður: bílastæðið í Botni Ásbyrgis. Gengið er um innsta svæði Ásbyrgis og gróður skoðaður með áherslu á blóm, lækningamátt og nytjar villtra jurta.

14. júlí - Svínadalsganga klukkan 13:00

Upphafsstaður: landvarðahús í Vesturdal. Gengið er um Svínadal þar sem búseta, ferðalög og náttúra í dalnum eru umfjöllunarefni.

27. og 28. júlí - Kvikuganga(r) (tímasetningar og upphafsstaður auglýst síðar).

Á síðustu árum hafa orðið mikil umbrot á Reykjanesi og ýmis fyrirbæri eins og kvikugangar, sigdalir og sprunguhreyfingar orðið að daglegu fréttaefni. Í Jökulsárgljúfrum og nágrenni þeirra má finna áhugaverð ummerki um svipuð umbrot. Boðið verður upp á göngu í tveimur hlutum þar sem þetta verður kannað nánar:

Fyrri dagur:
Skyggnst inn í eldstöð – hvernig lítur gamall kvikugangur út?
Farið verður að Hafragili norðan við Dettifoss. Þar verður ýmislegt athyglisvert skoðað, til dæmis sigdalur, sprungur, gossprungur og þverskurður af gömlum kvikugangi (berggangi).

Seinni dagur:
Kvikugangar og sprunguhreyfingar í tengslum við umbrotin í Kröflu 1975 til 1984 – áhrif þeirra í Kelduhverfi. Rætt verður um Kröfluelda, og gengið um svæði í Kelduhverfi þar sem sprunguhreyfingar urðu og sigdalur myndaðist. Rætt verður um líkindi þeirra við atburði síðustu ára á Reykjanesi.

Þátttakendum er frjálst að mæta hvort sem er annan eða báða dagana.

Helga Hvanndal

Askja, Holuhraun & Herðubreiðarlindir

Fræðslutímabil: 15. júlí - 15. ágúst

Askja
Hálendiskyrrð & kraftar

Alla daga klukkan 13:00
Lengd: 1-1 ½ klukkustund
Upphafsstaður: Bílastæði við Vikraborgir (20 mínútna akstur frá Drekagili)
Gengið er að Víti (2,3 km) og rýnt í jarðfræði Öskju og Dyngjufjalla, krafta og dulúð - og örlagaríkar heimsóknir manna.

Holuhraun
Land í mótun

Alla daga klukkan 9:30
Lengd: Akstur um það bil 40 mínútur hvora leið - gangan 45 mínútur
Upphafsstaður: Landvarðahúsið í Drekagili (ekið í samfloti að Holuhrauni)
Holuhraun (2014-2015) myndaðist í stærsta hraungosi á Íslandi í 230 ár. Fjallað er um rannsóknir á svæðinu og eldvirkninni og megineldstöðvum í kring gerð skil, ásamt sambýlinu og nálægðinni við Bárðarbungu.

Herðubreiðarlindir
Vin í eyðimörkinni

Alla daga klukkan 10:00
Lengd: 45 mínútur
Upphafsstaður: Þorsteinsskáli
Í aldaraðir hafa Herðubreiðarlindir verið griðastaður lífs mitt í svartri hraunbreiðu Ódáðahrauns. Gengið er um lindirnar gróðursælu og rýnt í hið smáa í náttúrunni sem og öflin sem mynduðu hraunið, lindirnar og Herðubreið.

Viðburðir í Öskju & Herðubreiðarlindum

10. júlí - Knebelsganga, klukkan 13:00, 1-1 ½ klukkustund, Vikraborgir. Knebelsganga er haldin árlega til minningar um Þjóðverjana Knebel og Rudloff sem hurfu við jarðfræðirannsóknir við Öskjuvatn þennan dag árið 1907. Í göngunni er einnig sögð ferðasaga Inu von Grumbkof, unnustu Knebels, sem ferðaðist að Öskjuvatni árið 1908 til þess að vitja unnusta síns.

31. júlí - Alþjóðadagur landvarða.

  • 15:00 - 17:00 - Landverðir bjóða upp á kaffi og spjall í landvarðahúsinu í Drekagili
  • 18:00 - 18:30 - Fræðsluganga upp á strýtu við Drekagil kl. 18 (30 mínútur). Rýnt í fjallahringinn og jarðfræðina.

4. ágúst - Geimfaraganga klukkan 20:00, Drekagil, 2-3 klukkustundir. Kvöldganga í (astro)Nautagil, á svæði sem oft hefur verið líkt við tunglið. Saga geimfaraheimsóknanna er rifjuð upp og margbrotin tengsl svæðisins við stjörnugeiminn dregin fram í tungsljósið.

Snæfellsstofa & Hengifoss

Fræðslutímabil: 15. júní - 15. ágúst

Barnastund

Snæfellsstofa

Alla daga klukkan 14:00
Lengd: 45 mínútur
Upphafsstaður: Snæfellsstofa
Fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára. Leikir og náttúruskoðun með landverði. Hittumst hress og kát!

Hengifoss
Dropinn holar steininn

Alla virka daga í júlí klukkan 10:00
Lengd: 45 mínútur
Upphafsstaður: Bílastæði við Hengifoss
Gengið er að Litlanesfossi, sem er um 30 metra hár og umlukinn stuðlabergsumgjörð, en ofar í gilinu trónir Hengifoss, annar hæsti foss landsins. Jarðfræði og saga Hengifossárgils verða til umfjöllunar.

Hálslón

Viðvera landvarðar

Dagsetningar: Fimmtudaga og laugardaga (á tímabilinu 15. júní – 31. ágúst)
Klukkan: 12:00 – 16:00
Landvörður veitir upplýsingar og fræðslu til gesta.

Snæfell, Kverkfjöll & Hvannalindir

Fræðslutímabil: 15. júlí - 15. ágúst

Snæfell

Kvöldstund með landverði

Alla daga klukkan 20:00
Lengd: 1 klukkustund
Upphafsstaður: Snæfellsskáli
Landverðir bjóða í kvöldspjall um fjölbreytta náttúru og sögu Snæfellsöræfa. Fræðslan fer fram í nágrenni Snæfellsskála og tekur á sig ýmsar myndir.

Kverkjökull
Eldur og Ís

Alla daga klukkan 10:00
Lengd: 50 mínútur
Upphafsstaður: Bílastæði við Kverkjökul (10 mín akstur frá Sigurðarskála)
Ummerki hörfandi jökulsins eru skoðuð og rýnt í gróft landslagið sem jökullinn hefur rutt undan sér.

Hvannalindir
Griðarstaður í gróðurvin

Alla daga klukkan 13:00
Lengd: 1 klukkustund
Upphafsstaður: Bílastæði við Kreppuhrygg
Hálendisvinin í Hvannalindum hefur löngum veitt viðkvæmu plöntu- og dýralíf skjól, mitt í hrjóstugu landsvæði Krepputungu. Gestir fræðast um lífsbaráttuna á þessum afskekkta stað og rústir útilegumanna frá 18. öld.

Viðburðir í Snæfelli, Kverkfjöllum & Hvannalindum

31. júlí - Alþjóðadagur landvarða (viðburður auglýstur síðar)

Kirkjubæjarklaustur

Fræðslutímabil: 15. júní - 15. ágúst


Skaftárstofa
Barnastundir

Alla laugardaga og sunnudaga klukkan 14:00
Lengd: 1 klukkustund
Upphafsstaður: Skaftárstofa
Fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára. Leikir og náttúruskoðun með landverði. Hittumst hress og kát í Skaftárstofu!

Kirkjubæjarklaustur
Ástarbrautin

Alla sunnudaga klukkan 10:00
Lengd: 1 klukkustund
Upphafsstaður: Skaftárstofa

Mannlíf og saga

Alla þriðjudaga og laugardaga klukkan 10:00
Lengd: 1 klukkustund
Upphafsstaður: Minningarkapella Sr. Jóns Steingrímssonar
Gengið er um Kirkjubæjarklaustur og húsin í bænum skoðuð og hvernig þau tengjast sögu staðarins og sögu byggðar. Einnig fer gangan um slóðir Kjarvals og Erró og velt upp áhrifum náttúru á líf þeirra og verk.

Margt býr í hólunum

Alla miðvikudaga og föstudaga klukkan 14:00
Lengd: 1-1 ½ klukkustund
Upphafsstaður: Skaftárstofa
Gengið er inn í Landbrotshólana og hólarnir og nýtingarmöguleika þeirra skoðaðir.

Dverghamrar
Stuðlaberg og strönd

Alla laugardaga og miðvikudaga klukkan 13:00
Lengd: 1 klst.
Upphafsstaður: Dverghamrar

Viðburðir á Kirkjubæjarklaustri

16. Júní - Dagur hinna villtu blóma, fræðsluganga frá Skaftárstofu klukkan 15:00

31. Júlí - Alþjóðadagur landvarða, landverðir bjóða upp á kaffi og spjall á öllum starfsstöðvum.

Eldgjá, Hrauneyjar, Lakagígar & Nýidalur

Fræðslutímabil: 15. júlí - 15. ágúst

Eldgjá
Hvernig stækkar Ísland?

Alla daga klukkan 13:00
Lengd: 1 klukkustund
Upphafsstaður: Bílastæðið í Eldgjá
Gengið er frá bílastæðinu við Eldgjá og eftir botni Eldgjárinnar áleiðis að Ófærufossi.

Nýidalur
Víðerni

Alla daga klukkan 9:30
Lengd: 1 klukkustund
Upphafsstaður: Við skála FÍ í Nýjadal
Genginn fræðslustígur sem liggur frá skálasvæðinu, rætt um víðernin frá ýmsum hliðum.

Lakagígar
Fegurð og hörmungar, áhrif Skaftárelda

Alla daga klukkan 13:00
Lengd: 1 klukkustund
Upphafsstaður: Bílastæðið í Laka.
Gengið upp á fjallið Laka og sagt frá sögu Skaftárelda.