Beint í efni

Vefur Vatnajökulsþjóðgarðs hlaut tvenn verðlaun á SVEF

Vefur Vatnajökulsþjóðgarðs hlaut annað sæti í tveimur flokkum á íslensku vefverðlaununum fyrir árið 2023.

19. mars 2024
Mynd / Nína Aradóttir

Vefur Vatnajökulsþjóðgarðs hlaut annað sæti í tveimur flokkum á íslensku vefverðlaununum fyrir árið 2023 sem afhent voru 15. mars, annars vegar í flokki Samfélagsvefa og hins vegar í flokki Opinberra vefa. Mikil vinna fór í að endurnýja vefinn í samstarfi við Hugsmiðjuna og var hann formlega opnaður í apríl 2023. Markmiðið með nýjum vef Vatnajökulsþjóðgarðs er að leyfa stórbrotinni náttúru að skína í gegn og hrífa notendur með sér og sýna hvað þjóðgarðurinn hefur upp á að bjóða ásamt því að gera upplýsingar og gögn um þjóðgarðinn aðgengilegar á stafrænu formi. Vefurinn er því hugsaður sem rafræn gestastofa.

Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, og Nína Aradóttir, fræðslufulltrúi, tóku á móti verðlaununum fyrir hönd þjóðgarðsins, en verðlaunahátíðin var haldin í Listasafni Reykjavíkur.

Starfsfólk Vatnajökulsþjóðgarðs er gríðarlega þakklát fyrir þessa viðurkenningu og fyrir frábært samstarf við Hugsmiðjuna.

Hægt er að sjá lista yfir verðlauna hafa hérna: Verðlaunahafar 2023 – SVEF